Írak – Samkynhneigð notuð til auðmýkingar

By 12. maí, 2004Fréttir

Frettir
Myndir af pyntingum og ómannúðlegri meðferð fanga í Írak hafa á undanförnum dögum vakið óhug um heim allan. Framferði hernámsliðsins, þar sem fangar eru oft á tíðum niðurlægðir kynferðislega, beinist ekki aðeins gegn hefðbundum kynímyndum múslima heldur ber um leið glöggt vitni rótgróinni hómófóbíu í bandaríska og breska hernum. Bæði Rauði krossinn og Amnesty International telja aðfarirnar kerfisbundnar og jafngilda pyntingum.

Meðal fjölmargra pyntingaaðferða sem fregnir hafa borist af virðist kynferðislega niðurlæging hafa verið vinsæl aðferð. Þannig hafa heimsbyggðinni borist myndir af nöktum mönnum sem hrúgað er upp í eins konar píramída hver ofan á öðrum. Aðrar frásagnir hafa borist af mönnum sem neyddir hafa verið til þess að stunda munnmök hver við aðra, fróa sér eða þeim nauðgað með flöskum, burstum og öðrum hlutum – allt undir háðsglósum herlögreglumanna og fangavarða.

Dhia al-Shweiri greindi AP fréttastofunni frá því hvernig hann hefði verið látinn afklæðast og standa boginn með hendur upp við vegg: ?Ég var ekki áreittur kynferðislega, en samt sem áður auðmýktur með þessu framferði. Við erum karlmenn. Það væri skárra ef þeir gengju í skrokk á okkur. Við getum þolað það. En það vill enginn láta niðurlægja karlmennsku sína. Þeir vildu láta okkur líða eins og við værum konur og það er versta auðmýking sem hægt er að hugsa sér?.

Mahdi Bray, framkvæmdastjóri hagsmunafélags múslima í Bandaríkjunum, segir að nekt tengist mikilli skömm í arabaheiminum og að samkynhneigð sé þar að auki talin til alvarlegrar syndar í islamskri trú. Fyrir marga múslima sé það gróf árás á sjálfa trú þeirra og menningu að sjá nakta trúbræður sína neydda til kynmaka og kynferðislegra athafna. ?En hvaða skoðun sem menn hafa á samkynhneigð yfirleitt, þá hlýtur fólk að sjá hversu villimannsleg þessi framkoma er?. Bray bætir því við að hann telji augljóst að þeir sem fyrirskipað hafi pyntingarnar hljóti að gera sér fulla grein fyrir því hversu alvarlegum aukum nekt og samkynhneigð sé litin í araba heiminu og að markmiðið hafi verið að valda sem mestu geðrænu tjóni.

Dr. Aaron Belkin hefur rannsakað viðhorf til samkynhneigðra innan bandaríska hersins. Hann segir að þessi tíðindi spegli djúpstæða hómófóbíu innan hersins: ?Hómófóbía tekur á sig ýmsar myndir innan hersins ? hommar og gagnkynhneigðir geta ekki treyst hver öðrum, samkynhneigðir eru álitnir nauðgarar og samkynhneigð talin geðsjúkdómur ? en frásagnir af pyntingum í Írak sýna hversu ómennska mynd slík fóbía getur tekið á sig. Með því að setja íraska fanga í þessa stöðu er verið að gefa til kynna að samkynhneigðir séu óæðri öðrum mönnum, í rauninni líkastir dýrum?.

-HTS

Heimildir: Washington Blade Online, Morgunblaðið

2 Comments

  • Donaldpuh says:

    Impacto mecanico
    Dispositivos de calibración: fundamental para el desempeño estable y óptimo de las maquinarias.

    En el entorno de la avances avanzada, donde la rendimiento y la seguridad del sistema son de suma importancia, los aparatos de equilibrado juegan un función esencial. Estos sistemas especializados están diseñados para calibrar y estabilizar elementos rotativas, ya sea en dispositivos de fábrica, automóviles de movilidad o incluso en electrodomésticos hogareños.

    Para los profesionales en soporte de aparatos y los especialistas, utilizar con aparatos de balanceo es esencial para garantizar el rendimiento uniforme y confiable de cualquier sistema móvil. Gracias a estas alternativas tecnológicas avanzadas, es posible reducir considerablemente las oscilaciones, el ruido y la carga sobre los sujeciones, prolongando la tiempo de servicio de piezas costosos.

    Asimismo relevante es el función que tienen los aparatos de equilibrado en la servicio al comprador. El asistencia profesional y el conservación constante utilizando estos dispositivos posibilitan proporcionar soluciones de excelente nivel, mejorando la satisfacción de los usuarios.

    Para los responsables de proyectos, la financiamiento en sistemas de balanceo y dispositivos puede ser importante para mejorar la eficiencia y productividad de sus equipos. Esto es sobre todo relevante para los empresarios que manejan reducidas y intermedias emprendimientos, donde cada detalle importa.

    Asimismo, los dispositivos de calibración tienen una vasta uso en el ámbito de la protección y el gestión de estándar. Habilitan localizar eventuales defectos, previniendo intervenciones onerosas y problemas a los equipos. Además, los información obtenidos de estos equipos pueden emplearse para perfeccionar procesos y mejorar la visibilidad en sistemas de investigación.

    Las sectores de uso de los dispositivos de calibración comprenden numerosas ramas, desde la elaboración de ciclos hasta el monitoreo del medio ambiente. No influye si se refiere de extensas elaboraciones de fábrica o limitados locales caseros, los aparatos de balanceo son indispensables para promover un rendimiento efectivo y sin riesgo de detenciones.

Skrifaðu athugasemd