Mexíkó – Yfirvöld bregðast við fordómum með nýrri auglýsingaherferð

By 25. maí, 2005Fréttir

Frettir Móðir heyrist segja við son sinn: ?Elskan, þú lítur út fyrir að vera svo ástfanginn, ég get ekki beðið eftir því að bjóða nýju kærustunni í mat. Hvað heitir hún aftur?? Sonurinn svarar: ?Mamma, nýi kærastinn minn heitir Óskar?. Einhvern vegin svona hljómar ný útvarpsauglýsing í Mexíkó en hún hefur vakið mikla athygli og þónokkrar deilur í landinu að undanförnu. Það er heilbrigðisráðuneytið sem stendur fyrir herferðinni.

Mismunun á grundvelli kynhneigðar er bönnuð fyrir lögum í Mexíkó. Engu að síður er homofóbía mjög alvarlegt vandamál í landinu. Það sést vel á þeirri staðreynd að það er heilbrigðisráðuneyti landsins sem stendur fyrir umræddri auglýsingaherferð en talsmenn ráðuneytisins telja brýnt að draga úr fordómum gegn samkynheigðum, einkum til þess að ná betri árangri í baráttunni gegn útbreyðslu HIV. Ráðuneytið bendir á að árangur muni ekki nást á þeim vígstöðvum nema með upplýstri umræðu og fræðslu til þeirra hópa sem ekki þora að stíga fram í dagsljósið af ótta við útskúfun og jafnvel ofbeldi. Til þess þurfi að skapa umburðarlyndara andrúmsloft. Talsmenn herferðarinnar benda einnig á það mat yfirvalda að yfir þrjátíu morð á ári séu hreinræktaðir hatursglæpir gegn samkynhneigðum. Því sé brýnt að bregðast við með upplýstum og jákvæðum hætti.

Hvort svona herferðir skili miklum árangri er erfitt að segja. Hitt er athyglisvert að stjórnvald í Mið-Ameríkuríki skuli skilgreina hómófóbíu sem alvarlegt heilbrigðisvendamál og leggja fjármuni til þess að vinna gegn henni. Það eru að minnsta kosti jákvæðari fréttir en við höfum lengi fengið frá þessari heimsálfu.

-HTS

3 Comments

Skrifaðu athugasemd