Fimmtudaginn 26. október verður haldið sögu- og myndakvöld í félagsheimili Samtakanna ’78, Laugavegi 3.
Jón Þór Þorleifsson og Felix Bergsson segja frá ferðalagi sínu um framandi lendur Afríku síðasta sumar í máli og myndum. Frosti Jónsson og Páll Guðjónsson taka síðan við og segja frá ævintýraferð sinni um Kína. Báðir hóparnir skipulögðu þessar ferðir sjálfir frá grunni svo hér gefst gott tækifæri til þess að læra af reynslu þeirra.
Dagskráin hefst kl. 21.00
-Samtökin ‘78
instagram takipçi satın al
I didn’t believe it but I saw it