Sveitarstjórnarkosningar 2018

By 22. maí, 2018janúar 26th, 2020Fréttir, Hagsmunabarátta, Til upplýsingar

Samtökin '78 sendu öllum framboðum sem bjóða fram í Reykjavíkurborg, Hafnarfjarðarkaupstað, Mosfellsbæ, Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ og Garðabæ fjórar spurningar. Með þessu gefa Samtökin '78 væntanlegu sveitarstjórnarfólki tækifæri til að tjá sig um Samtökin '78, stöðu hinsegin fólks og hvernig þau sjá fyrir sér að bæta stöðu þeirra. 

Spurningarnar voru sendar út 17. maí sl. og eru svör þeirra framboða sem hafa svarað birt hér, svör annarra framboða sem hafa ekki svarað verða birt hér jafnóðum og þau berast.

Reykjavík

Kópavogur

Hafnarfjörður

Garðabær

Mosfellsbær

Seltjarnarnes

Reykjavík – Framsóknarflokkurinn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?  
Ég er tilbúinn til viðræðna til þess að bæta samninginn til hins betra.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?  
Með því að styðja betur við uppákomur eins og t.d. gaypride.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?  
Já við viljum það.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?  
Ég veit ekki hvort einhver sé hinsegin á framboðslistanum, það má vel vera en ég hef ekki spurt.
 
Reykjavík – Karlalistinn
Karlalistinn sá sér ekki fært að svara spurningum Samtakanna '78 en sendi athugasemd:
Karlalistinn er jafnréttis og mannréttindaflokkur sem byggir á reynslu karlmanna. Flokkurinn telur mikilvægt að Reykjavíkurborg styðji Samtökin 78 við að eyða fordómum gagnvart hinsegin fólki, einkum á meðal ungmenna. Hinsegin fólk af báðum kynjum er meira en velkomið í flokkastarf Karlalistans, sem og í ábyrgðarstöður. Við tökum öllum þeim sem vilja bjóða sig fram á lista fagnandi, óháð kyni og kynhneigð.
 
Reykjavík – Píratar
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Píratar eru mjög fylgjandi þessum fræðslusamningum og okkar stefnur annars vegar í skólamálum og hins vegar í jafnréttismálum eru mjög skýrar á nauðsyn þess að fræðsla sé notuð til að draga úr fordómum og undirbúa börn fyrir lífið. Við erum opin fyrir því að skoða útvíkkun þjónustusamningsins, eða jafnvel því að ræða rekstrarsamning. Að auki teljum við að kynfræðsla þurfi að vera heiðarleg og opinská, og að forðast þurfi ýkjur og hræðsluáróður.
Eftirfarandi liðir eru teknir beint úr jafnréttisstefnu pírata í Reykjavík: https://x.piratar.is/polity/102/issue/389/
9.Jafnrétti í skólum
a. Skipuleggja skal skólastarf á þann hátt að það ýti undir jafnrétti.
b.Starfsfólki í skóla- og frístundastarfi barna og unglinga standi til boða fræðsla í jafnrétti, svo sem í kynjuðum orðaforða og hvernig megi vinna gegn staðalímyndum.
c. Að samræmd jafnréttisfræðsla verði innleidd í menntastofnunum borgarinnar.
d. Að kynfræðsla taki einnig til félagslegra þátta, upplýsts samþykkis og mannhelgi. Slík fræðsla taki mið af fjölbreytileika með tilliti til kynferðis, kynhneigðar, kyntjáningar, kynvitundar eða annars kyngervis.
e. Fræðsluefni taki mið af því að vinna á móti fordómum og staðalímyndum almennt. Skoða ber aukna fræðslu til að dýpka skilning.
f. Kynfræðsla við hæfi skal hefjast mun fyrr á skólagöngunni, vinna skal gegn þöggun og skömm sem fylgir umræðuefninu og sérstaklega skal huga a&
eth; upplýsingum um eðlilegar væntingar til kynþroska og afbrigði þar af, svo sem endómetríósu. Upplýsingagjöf dregur úr óvissu og ótta sem geta valdið því að börn fái ekki nauðsynleg úrræði. Alltaf skal miða umfjöllunina við þroska barnsins.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Reykjavíkurborg getur tekið markviss skref í því að draga úr fordómum með fræðslu, með því að styðja við grasrótarsamtök sem vinna að kynningu á hinsegin málum og að hagsmunum hinsegin fólks og með því að tryggja að í þjónustu borgarinnar sé öllum fjölskyldumynstrum gert jafn hátt undir höfði. Einnig þarf að taka tillit til fjölbreytileika styrkþega við veitingu styrkja á vegum borgarinnar. Önnur skref sem má nefna er til dæmis að tryggja að opinber skráningarform geri ráð fyrir fleiri kynjum og kyngervi en hin hefðbundna tvíhyggja. Við leggjum áherslu á jafnt aðgengi að þjónustu borgarinnar og viljum breyta salernisaðstöðu og klefum í sundlaugum svo að tekið sé tillit til allra kynja, meðal annars til að bæta lífsgæði transfólks.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Já, en við viljum skoða það í samvinnu við Samtökin með hvaða hætti og upp að hvaða marki er best og sanngjarnast að gera það. Þó svo þetta sé okkur ákaflega mikilvægur málaflokkur er það alltaf ábyrgðarhluti að fara með almannafé og við þurfum þrátt fyrir allt að tryggja að fé sem borgin veitir sé vel nýtt og að aðrir mikilvægir málaflokkar fari ekki halloka á meðan. Æskilegt væri ef öll sveitarfélögin sem njóta góðs af starfsemi félagsmiðstöðvarinnar komi að greiðslu og stuðningi hennar.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Já, í þriðja sæti framboðslista Pírata er að finna eina transkonu, Alexöndru Briem, sem er að auki leitandi með rétta skilgreiningu á sinni kynhneigð, sem hún kallar pankynhneigð þar til annað kemur í ljós. Þar að auki eru nokkrir frambjóðendur sem skilgreina sig á einhvern hátt hinsegin, en þar sem mjög lítil áhersla er lögð á það í okkar starfi að skilgreina sig nákvæmlega er nokkuð vandasamt að svara þessari spurningu með afgerandi hætti.
 
Reykjavík – Samfylking
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Afstaða okkar er afar jákvæð gagnvart þeim og við viljum tryggja betur aðgengi Samtakanna að öllum skólum í borginni. Við teljum að hinsegin fræðsla sé nauðsynleg til þess að auka skilning allra og bæta líðan barna og ungmenna í Reykjavík.  
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Borgin hefur gert umfangsmikla samninga við Samtökin, nú síðast til þriggja ára sem tryggir Samtökunum margvísleg tilefni og aukin sýnileika. Samtökin hafa verið ótrúlega mikilvægur samstarfsaðili og við viljum halda áfram að sækja þekkingu til samtakanna til þess að auka sýnileika hinsegin fólks út um allt. Mannréttindastefna borgarinnar fjallar einnig ítarlega um málefni hinsegin fólks þar sem m.a. kemur fram að óheimilt sé að mismuna fólki vegna kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar eða kyneinkenna, að framlag hvers og eins okkar fjallar um kynhlutleysi. Tvíhyggja er ennþá altumlykjandi í samfélaginu en þetta er meðal þess sem við viljum breyta. Að öðru leyti þá hefur samstarf borgarinnar og Samtakanna gengið afar vel á kjörtímabilinu og því viljum við halda áfram á því næsta fáum við til þess umboð.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Í Þessum málaflokki líkt og öðrum framsæknum mannréttindamálum hefur Reykjavík verið leiðandi og það ætlum við að halda áfram að vera. Það væri vissulega betra ef fleiri sveitarfélög sæju sér fært að taka þátt í þessu verkefni en á meðan svo er ekki, þá öxlum við hjá borginni ábyrgð á þessum málaflokki líkt og öðrum mikilvægum mannréttindamálum á landinu. Félagsmiðstöðin hefur reynst afar mikilvæg fyrir ungmenni og hefur því ótvírætt sannað tilveru sína.  
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Já, þó nokkrir frambjóðendur á framboðslista Samfylkingarinnar í Reykjavík eru hinsegin.
 
Reykjavík – Miðflokkurinn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim &oa
cute;breyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Þar sem Miðflokkurinn er nýtt framboð í Reykjavík og hefur enga aðkomu að borgarstjórn né samningum sem borgin gerir við félagasamtök þá erum við ekki í færi til að svara þessari spurningu. Við getum ekki tjáð okkur um samninga sem við höfum ekki séð.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Við teljum að sýnileiki hinsegin fólks sé mikill í Reykjavík og ber þar hæst helgin sem tileinkuð er Gleðigöngunni – en alltaf má gera betur
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Við vísum í savar við spurningu 1. Mjög erfitt er að tjá sig um samninga sem við höfum ekki séð.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Við erum fordómalaus og erum ekkert að spá í hvaða kynhneigð fólk hefur. Það má vel vera að  hinsegin fólk sé á listanum, við erum bara ekkert að spá í það. Anna Margrét Grétarsdóttir er transkona og situr hún í 32. sæti listans.
 
Reykjavík – Sjálfstæðisflokkurinn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig? 
Sjálfstæðisflokkurinn hefur ætíð verið sannfærður um að fjölbreytni þrífist best í frjálsu samfélagi, þar sem frelsi einstaklingsins er upphaldið og gætt, hvort sem það er til athafna, tjáningar eða ásta og hefur sú trú ávallt verið hornsteinn í grunnstefnu Sjálfstæðisflokksins. 
Að sama skapi erum við afar stolt af því að hafa um áratugabil verið leiðandi í málefnum hinseginsfólks og staðið að sumum af helstu réttarbótum hinseginsamfélagsins á Íslandi.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík styður þjónustu- og fræðslusamning borgarinnar við Samtökin ´78. Við teljum mikilvægt að stuðla að hinseginfræðslu innan bæði skóla og borgarkerfisins, sem og að styrkja hinseginsamfélagið og menningu í Reykjavík.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu? 
Við í Sjálfstæðisflokknum viljum eiga virkt og opið samtal við Samtökin um það hvernig borgin getur gert betur í þeim stuðningi; þá sérstaklega við hinsegin ungmenni innan skóla- og frístundasviðs borgarinnar. Sem og að vinna saman að því að flétta betur fræðslu um málefni og sögu hinseginfólks við nám í skólum borgarinnar. 
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga? 
Við teljum það skipta miklu máli að tryggja rekstrargrundvöll hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir ungt fólk. Þar fer fram gífurlega þýðingarmikil vinna og þjónusta við ákaflega mikilvægan og viðkvæman hóp sem við munum leita leiða við að styðja áfram hvort sem það er með auknum framlögum eða að fá fleiri sveitarfélög til að leggja miðstöðinni lið. 
Við í Sjálfstæðisflokknum teljum okkur ekki vera sérfræðinga í málefnum hinseginfólks og teljum það hrokafullt að halda öðru fram. Við frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins erum hinsvegar miklir stuðningsmenn hinseginfólks og þeirra baráttu, sem að okkar mati varðar okkur öll sem viljum búa í borg þar sem fjölbreytnin fær sem mest notið við. Því leggjum við áherslu á öflugt og gott samstarf við hinseginfólk borgarinnar um hvernig við getum betur unnið að því markmiði saman. 
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs? 
 
Reykjavík – Kvennahreyfingin 
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Eitt af okkar helstu stefnumálum er að efla Jafnréttisskólann og ráða þar inn 10-15 sérfræðinga til þess að innleiða kynjafræði inn á öll skólastig  í náinni samvinnu við Samtökin 78, Líkamsvirðingu, Tabú og önnur samtök sem sjá um fræðslu. Að okkar mati er núverandi hinseginfræðsla langt frá því að vera fullnægjandi.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Það má gera með margvíslegum hætti. Markvissari og meiri fræðsla á öllum skólastigum er mikilvæg, þar sem staðalmyndir tvíhyggju og hómófóbíu eru útskýrðar og börnum kennt að verjast þeim. Svo þarf að tryggja kynlaus klósett og klefa í í&thorn
;róttamannvirkjum og tryggja að gert sé ráð fyrir fjölbreyttu fjölskylduformi í öllum skráningarkerfum borgarinnar og almennt að borgarkerfið geri ráð fyrir fjölbreytileika. Fyrst og fremst þarf að hlusta á, styðja við og vinna með grasrótarsamtökum sem vinna að hagsmunamálum hinsegin fólks, þar sem Samtökin ’78 hafa rutt mikilvægar brautir.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Já.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Frambjóðendur Kvennahreyfingarinnar eru allar cis-konur og engin opinberlega sam- eða tvíkynhneigð þó kynhneigð sé vissulega breiður skali sem sumum þykir erfitt að staðsetja sig á.
 
Reykjavík – Alþýðufylkingin
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin '78? Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Helstu athugasemdir eru að samningarnir gera ekki hinsegin fræðslu að skyldu á unglingastigi grunnskóla og að þeir gera ekki nóg til að efla félagsmiðstöðina. Annars veit hinsegin samfélagið best hvað þarf að bæta við samningana og Reykjavíkurborg á að gera sitt besta til að koma til móts við það og samþykkja metnaðarfulla samninga við Samtökin.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Fyrst og fremst á Reykjavíkurborg að eiga góða og öfluga samvinnu við félög hinsegin fólks, eins og Samtökunum '78, enda getur leiðandi aflið í baráttunni gegn kúgun hinsegin fólks ekki verið annað en hinsegin fólk sjálft. Reykjavíkurborg ætti að gera hinsegin fræðslu að skyldu í unglingastigi grunnskóla og ætti að gera klósettin á vinnustöðum sínum ókynjuð og hvetja aðrar stofnanir og vinnustaði til að gera slíkt hið sama.
 
3. Samtökin '78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Já, á meðan það er enn ferskt í manna minnum að börnum hafi verið úthýst vegna kynhneigðar eða kynvitundar sinnar, að hinsegin fólk sé einangrað frá fjölskyldu sinni og vinum, er nauðsynlegt að til sé öflug félagsmiðstöð og öryggisnet fyrir hinsegin fólk, sérstaklega ungt hinsegin fólk. Samtökin ættu að hafa fjármagn til að hafa félagsmiðstöðina opna oftar en einu sinni í viku og haft fólk á launum við að viðhalda henni til að þurfa ekki að reiða sig á sjálfboðavinnu til að halda henni opinni.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Því miður hefur það lent þannig að það er ekkert hinsegin fólk ofarlega á famboðslistanum, en mörg okkar eru nákomin hinsegin fólki.
 
Reykjavík – Viðreisn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Viðreisn vill frjálslynda, alþjóðlega og jafnréttissinnaða borg þar sem íbúar eru jafnir án tillits til kyns, kynhneigðar, kynvitundar, kyntjáningar, kyneinkenna eða annarrar stöðu. 
Hagsmunasamtök á borð við Samtökin ‘78 búa yfir gríðarlegri sérþekkingu.  Viðreisn telur því að slík samtök séu oftar en ekki best til þess fallin að sinna ráðgjöf, fræðslu og þjónustu á sínu sérsviði fái þau til þess svigrúm og stuðning hins opinbera. Viðreisn styður því þjónustu- og fræðslusamning Reykjavíkurborgar við Samtökin ‘78 og fagnar þeim viðbótum sem gerðar voru við endurnýjun samningsins í byrjun þessa árs. Þá ber einnig að fagna nýjum þjónustusamningi félagsmálaráðuneytisins við Samtökin ‘78 enda mikilvægt að ráðuneyti jafnréttismála styðji við málaflokkinn í verki.
Viðreisn mun styðja áframhaldandi þróun samstarfs Reykjavíkurborgar og Samtakanna ‘78, m.a. í formi hinsegin fræðslu í grunnskólum, jafningjafræðslu og fræðslu til fagfólks sem starfar á vegum borgarinnar. Þar telja frambjóðendur Viðreisnar að leynst geti fleiri sóknarfæri, t.d. á sviði fjölbreytileikafræðslu innan öldrunar- og velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Mannlífið í Reykjavík þarf að endurspegla samfélagið allt. Það er því afar mikilvægt að Reykjavík styðji við hinsegin menningu og mannlíf enda brýnt að halda til haga sögu samfélags, baráttu og sköpun hinsegin fólks. Þetta getur borgin gert með fjölbreyttum hætti, t.d. með stuðningi við hátíðir og aðra viðburði, samstarfi og stuðningi við félagasamtök, ráðgjöf og fræðslu. Þá er fjölbreytileiki st
jórnkerfis borgarinnar ekki síður mikilvægur. Samsetning borgarstjórnar, ráða, nefnda og starfsmannahóps borgarinnar verður einfaldlega að vera sem allra fjölbreyttust. Því hefur verið velt upp að líklega hafi enginn opinberlega hinsegin einstaklingur gegnt starfi borgarfulltrúa. Sé það rétt væri óskandi að það breyttist nú á 40 ára afmælisári Samtakanna ‘78.
Það er mikilvægt að höfuðborg landsins gangi á undan með góðu fordæmi í öllum málum en þá ekki síst þegar kemur að jafnrétti og öðrum mannréttindum.
Rödd Reykjavíkurborgar, stærsta sveitarfélags landsins, er sterk og hana þarf að nýta í auknum mæli í þágu borgarbúa, t.d. sem þrýstiafl og með umsögnum um þingmál. 
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Frambjóðendur Viðreisnar fagna því að Reykjavíkurborg leggi til fjármagn í rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar en skora um leið á nágrannasveitarfélögin að gera slíkt hið sama. 
Viðreisn leggur ríka áherslu á málefni barna og unglinga í borginni og bendir sérstaklega í stefnu sinni á það að nemendur eru ólíkir og þarfir þeirra mismunandi. Viðreisn vill því auka skólaþróun og sveigjanleika, tryggja samfelldan dag með auknu samstarfi skóla og frístundar og efla frístundastarf fyrir nemendur í 5.-7. bekk og fleira. Það er því ljóst að hinsegin félagsmiðstöð er liður í því fjölbreytta þjónustuframboði við börn og unglinga sem Viðreisn leggur áherslu á. Við munum því tala fyrir áframhaldandi stuðningi við félagsmiðstöðina og munum, til þess komi, forgangsraða fjármunum í þágu jafnréttis, góðrar þjónustu og einfaldara lífs.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Allt frá stofnun Viðreisnar hefur hinsegin fólk verið virkt í starfi flokksins og sýnilegt á framboðslistum. Þess má geta að nú, annað kjörtímabilið í röð, er eini opinberlega hinsegin þingmaðurinn á Alþingi í þingflokki Viðreisnar.3
Á framboðslista Viðreisnar í Reykjavík er hinsegin fólk afar sýnilegt. Gunnlaugur Bragi Björnsson, fyrrverandi gjaldkeri Samtakanna ‘78 og núverandi formaður Hinsegin daga, skipar 4. sæti, Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og eigandi skemmtistaðarins Kiki, er í 12. sæti listans og Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, einn stofnefnda hinsegin félags MH, skipar 13. sæti. Þar eru aðeins nefnd þrjú dæmi af mörgum, enda er listinn skipaður afar fjölbreyttum hópi. Þess má einnig geta að innan Viðreisnar er starfrækt hinsegin félagið ReisVið.
 
Reykjavík – Vinstri græn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Vinstri græn hækkuðu framlög til Samtakanna '78 og beittu sér fyrir því að útvíkka og efla starfið í samvinnu við Samtökin '78. Við þurfum að stórauka hinseginfræðslu í leikskólum, grunnskólum og á starfsstöðvum Reykjavíkurborgar og styðja við þá fræðslu sem Samtökin '78 sinna m.a. í gegnum þjónustusamning við borgina. Við viljum hins vegar festa hinsegin félagsmiðstöð unglinga í sessi, enda hefur starfsemi hennar sannað gildi sitt og þetta þurfum við að skoða og útfæra á næsta kjörtímabili. 
Samningurinn fellur fullkomlega bæði að mannréttindastefnu Reykjavíkur og aðalnámsskrá leik- og grunnskóla, og gerir Reykjavíkurborg því kleift að uppfylla lögbundnar skyldur sínar um leið og hann styður borgina í að hlúa að fjölbreytileika mannlífsins og standa vörð um réttindi hinsegin fólks og mannréttindi í víðum skilningi. 
Við í Vinstrihreyfingunni – grænu framboði höfum alla tíð lagt ríka áherslu á að uppræta mismunun, fordóma og aðstöðumun sem hamlar þroska fólks og velferð og útilokar það frá samfélaginu. Hinsegin nemendur upplifa oft þöggun á kynvitund sinni eða kynhneigð sem veldur því að þeir upplifa sig utanveltu. Slík þöggun getur líka leitt til eineltis og ofbeldis. Aukin fræðsla og opin umræða um hinsegin fólk er mikilvæg til þess að rjúfa þögnina og bæta aðstæður hinsegin ungmenna og barna. 
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Sveitarfélögin geta gert mikið til þess að auka sýnileika hinsegin fólks. Þjónusta borgarinnar á að vera aðgengileg fyrir okkur öll – hvort sem við erum af erlendum uppruna, hinsegin, fötluð eða komin til ára okkar. Það er mikilvægt að við hugum að þörfum þessara hópa sérstaklega, enda búa þeir við margþætta jaðarsetningu. 
Reykjavík hefur alla burði til að vera fremst í flokki sem hinsegin borg og víða hefur hún þá ímynd að vera „hinseginvæn borg“. Við verðum að tryggja að borgin standi undir þeirri ímynd. Það er hægt að gera m.a. með því að fræða starfsfólk borgarinnar og standa fyrir fræðs
lu- og upplýsingaátaki um alla borg. Við teljum sérstaklega mikilvægt að þekking fagfólks sem starfar fyrir borgina á málefnum og stöðu transbarna verði aukin og um leið þurfum við að vinna markvisst að því að transbörnum líði vel í umhverfi sínu, í skólum og frístund og íþróttastarfi og mæti ekki skilningsleysi og fordómum. 
Reykjavíkurborg verður að gera ráð fyrir fjölbreytileika mannlífsins og hinsegin fólki í stjórnsýslu sinni, t.d. með því að gera ráð fyrir að fjölskyldur eru alls konar. Við verðum líka að tryggja að gert sé ráð fyrir allskonar fjölskyldum í öllu kynningarefni borgarinnar og tryggja að hinsegin fólk og margbreytileiki mannlífsins sé sýnilegur í öllu útgefnu upplýsingaefni borgarinnar. Enn fremur verður að gera ráð fyrir allskonar fjölskyldum í námsefni leik- og grunnskólabarna. Þá þarf Reykjavíkurborg að gera meira til að lyfta upp menningu og list hinsegin fólks, ekki aðeins í kringum Gleðigönguna og hinsegin daga. 
Það er mikið áhyggjuefni að Ísland hafi dregist verulega aftur úr þegar kemur að alþjóðlegum samanburði á stöðu hinsegin fólks í heiminum. Við getum unnið gegn því með því að auka enn frekar sýnileika hinsegin fólks og auka þannig skilning á mikilvægi þess að hinsegin fólk njóti fulls og skilyrðislauss jafnréttis.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Við Vinstri græn höfum lagt mikla áherslu á að rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar verði festur í sessi og tryggður til frambúðar. 
Þá höfum við í VG á stefnu okkar að íslenska ríkið styðji í ríkari mæli við hagsmunasamtök hinsegin fólks. Í dag fá Samtökin '78 aðeins brotabrot af því fé sem nágrannalönd okkar leggja til sambærilegra félaga. Við viljum setja þrýsting á ríkið að setja samtök hinseginfólks á fjárlög og styðja þannig við bakið á starfi þeirra með sama hætti og Reykjavíkurborg hefur gert.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Já. Hinsegin fólk hefur í gegnum tíðina verið mjög áberandi í starfi Vinstri grænna. Fyrir borgarstjórnarkosningarnar eru Ísold Uggadóttir, leikstjóri sem skipar 26 sæti, Þröstur Brynjarsson, kennari sem skipar 33 sæti framboðslistans og Gunnar Helgi Guðjónsson, myndlistarmaður sem skipar 43 sæti listans öll sýnileg í starfi framboðslistans.
 
Reykjavík – Flokkur fólksins
Flokkur fólksins sá sér ekki fært að svara spurningum Samtakanna '78 en sendi athugasemd:
Eins og þið vitið er Karl Berndsen í 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavík. Mig langar líka í þessu sambandi að vísa í viðtal við mig og fyrrverandi manninn minn helgarblaði DV.
Samkvæmt meginstefnu okkar leggur Flokkur fólksins höfuðáherslu á að koma fólki undir þak, að hagsmunum allra, barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara sé gerð fullnægjandi skil. Í stefnu okkar má sjá hvernig við viljum að foreldri sem vill vera heima með barn sitt til allt að tveggja ára aldurs sé gert það kleyft með því að greiða því sem samsvarar greiðslum sem borgarstjórn greiðir dagmæðrum. Ég vísa annars í stefnu okkar í viðhengi hvað varðar barnafjölskyldur, öryrkja og eldri borgara sem eru efst í okkar forgangsröðun. Við leggjum áherslu á að líðan allra barna í skólanum sé góð og teljum að með núverandi fyrirkomulagi geti kennarar með engu móti uppfyllt þarfir allra barna og séð til þess að styrkleikar þeirra njóti sín.
Ykkur styðjum við heilshugar í orði og á borði hvar sem við getum og hvar sem við erum. Við krefjumst mannréttinda fyrir alla!
 
Reykjavík – Sósíalistaflokkurinn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Þjónustu og fræðslusamningur Reykjavíkurborgar og Samtakanna ´78 er eitt mikilvægasta framlag borarinnar til mannfréttindabaráttu hinsegin fólks. Áhrifanna gætir langt út í samfélagið og þessi stuðningur hefur styrkt ungt fólk i leit þeirra að sjálfum sér og hjálpað þeim að eignast eigin rödd og láta hana berast um samfélagið án sektarkenndar og ótta við andlegt og líkamlegt ofbeldi. En það þarf að gera betur því Ísland fellur neðar og neðar á ILGA listanum yfir réttindi hinsegin fólks. Sósíalistaflokkurinn ætlar leggja sitt af mörkum til að efla þessa fræðslustarfsemi og við styðjum það að fjárveitingar verði auknar. Það gengur ekki að Ísland sé í 18. sæti þegar kemur að mannréttindum hinsegin fólks.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Við viljum auka fjárstuðning við starf samtakana '78, með sérstakar fjárveitingar ætlaðar til hinsegin bókmennta, myndlistar, tónlistar og/eða leiklistar verkefna svo nokkur dæmi séu nefnd. Verkefnunum ver&e
th;i ætlað að efla mannrréttindi og sýnileika hinsegin fólks. Einnig er nauðsynlegt að hinsegin folk sé sýnilegt í öllum störfum hjá Reykjavíkurborg og að hinsegin fólk sé hvatt til að sækja um ábyrgðarstöður til að vinna skipulega gegn valdaleysi okkar. Hér viljum við sérstaklega nefna hinsegin fólk af ólíkum „kynþáttum“, og fatlað hinsegin fólk.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga? 
Reykjavík hefur staðið sig afar vel varðandi samvinnu við Samtökin ‘78 um rekstur félagsmiðstöðvar og við erum þess full viss að það hefur bjargað lífi og sálarró fjölda unglinga. Við munum allstaðar og alltaf tala fyrir auknum fjárveitingum og framtíðar öryggi fyrir hinsegin félagsmiðstöðvar bæði á höfuðborgarsvæðinu og annarsstaðar á landinu.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Í Sósíalistaflokkinum er flóra hinsegin fólks sem er mis sýnilegt af ýmsum ástæðum. En mannréttindi hinsegin fólks eru okkur mjög mikilvæg og við styðjum ávallt – opinberlega og með stolti – hinsegin fólk sem og aðra jaðarhópa
 
 
Kópavogur – Vinstri græn
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Ég er einlægur aðdáandi ykkar og ber ómælda virðingu fyrir ykkar starfi. Ég hef komið með tillögur að Kópavogur gangi til samstarfs við ykkur, sem sjálfsagt mun ekkert gerast fyrr en eftir kosningar og mun ég gera allt sem ég get, nái ég kjöri.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Að virða mannréttindi allra án nokkurrar mismununar er lykilatriði. Við getum aukið sýnileikann með því að ganga til samstarfs við S78, með því að vekja sérstaklega athygli á málefnum hinsegin fólks, í samstarfi við hinsegin fólk að sjálfsögðu. Taka þátt í Gleðigöngunni ( sem Kópavogur hefur ekki gert). Mjög mikilvægt að styrkja hinsegin fjölskyldur og auka fræðslu, þannig að börn og ungmenni, sem eru hinsegin eða eigi hinsegin foreldra geti speglað sig í samfélaginu. 
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Svo sannarlega.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Ég var ekki í uppstillingarnefnd, en ég benti á hinsegin eisntaklinga til að vera á lista, en þeir gáfu ekki kost á sér, eða voru fluttir úr bænum. Þannig að ég veit ekki hvort einhver hinsegin einstaklingur sé á lista, en það hefði svo sannarlega auðgað listann. Fjölbreytileikinn er svo mikilvægur og virðing fyrir margbreytileikanum og allri kynhneigð.
 
Kópavogur – Samfylkingin
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Samfylkingin í Kópavogi lagði á síðasta kjörtímabili fram tillögur um hinsegin fræðslu sem voru samþykktar af bæjarstjórn og í dag búum við svo vel að hinsegin fræðsla er reglubundinn hluti af fræðslustarfi bæjarins. Í fræðslunni er lögð áhersla á hvað felst í því að vera hinsegin manneskja, fjallað um hinsegin hugtök, helstu baráttumál hinsegin fólks og hvernig hver og einn geti lagt sitt af mörkum til að auka skilning á málefnum hinsegin fólks í samfélaginu. Þá var samþykkt að gerð verði áætlun um hinsegin fræðslu í aðalnámskrá grunnskóla Kópavogs. Í námskránni þurfi að koma skýrt fram að skólinn sinni þeirri skyldu sinni að í allra umræðu og kennslu sé tekið tillit til fjölbreytileika.Það var gerður samningur við óháðan aðila sem hefur tekið að sér kennslu og ráðgjöf í grunnskólum Kópavogs. Það samstarf hefur gengið vel og engin afstaða verið tekin um að breyta því.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Fræðslustarf er auðvitað m
ikilvægur þáttur í því að auka sýnileika vegna þess að starfsfólk bæjarins þarf að vera meðvitað um sína orðræðu og viðhorf til hinsegin nemenda og annars starfsfólks. Almennt er hugsunin sú að fræðslan stuðli að því að starfsfólk skóla og stofnana bæjarins hafi meiri þekkingu og skilning til að ræða um málefni hinsegin fólks og aukna víðsýni sem felur í sér að fagna fjölbreytileikanum og leyfa öllum að blómstra á sínum forsendum. Við viljum að hinsegin börn og unglingar finni sér skjól í skólum bæjarins og að þeirra þörfum um stuðning sé vel sinnt og með virðingu. Það sama á auðvitað um hinsegin starfsfólk bæjarins. Við höfum einnig áhuga á að stuðla að því að íþrótta- og tómstundafélög verði aðilar að hinsegin fræðslu Kópaovgsbæjar, ekki síst þar sem mikið brottfall er úr íþróttastarfi hjá hinsegin unglingum og nauðsynlegt að íþróttafélögin séu meðvituð um mikilvægi þess að hinsegin unglingar finni að jafningjar þeirra og þjálfarar standa með þeim og bera virðingu fyrir kynvitund þeirra og kynhneigð. Almennt séð viljum við að jafnréttisstefna bæjarins lúti að jafnrétti í sinni víðustu mynd og þar skipar líf hinsegin fólks auðvitað mikilvægan sess.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Samfylkingin í Kópavogi, sem rekin er án allra styrkja, styrkir auðvitað engin samtök í sjálfu sér. Hins vegar er mikilvægt að Kópavogsbær styðji við mannúðar – og uppbyggingarstarf af ýmsu tagi, sérstaklega þar sem ríkið kemur ekki að fjármögnun.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Á framboðslista Samfylkingarinnar í Kópavogi eru 3 lesbíur á ólíkum aldri, sem allar eru virkar í starfi flokksins í Kópavogi og við erum afar stolt af þeim.
 
Kópavogur – Píratar
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Já.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Það sem við höfum rætt að við gætum gert snýr aðallega að málefnum trans fólks en við fengum stjórnarmeðlimi frá Trans Ísland í spjall til okkar nýverið. Við viljum taka á merkingum á salernum og vinna gegn fordómum á meðal sundlaugagesta, til dæmis með því að setja upp veggspjöld með fræðslu um trans fólk. Píratar leggja mikla áherslu á samráð í allri stefnumótun. Eitt af undirstöðuatriðum í grunnstefnu Pírata er það að allir hafa rétt á að koma að ákvörðunum um málefni sem varða þá. Við myndum því glöð taka ábendingum frá Samtökunum um hvað Kópavogur getur gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu. 
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Já.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs? 
Já.
 
Hafnarfjörður – Miðflokkurinn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Við í Miðflokknum fögnum því að slíkur samningur sé í gildi og er þetta mikilvægt skref til jafnréttis og aukinnar fræðslu. Starfsfólk á öllum skólastigum þurfa að vera í stakk búin til að börn geti leitað til þeirra þegar á þarf að halda og þekking er þá til staðar til að vinna úr málunum. Það þarf síðan að skoða reglulega á tímabilinu hvernig við getum bætt, aukið þjónustu og fræðslu hverju sinni í samvinnu við Samtökin 78
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Með aukinni fræðslu á öllum skólastigum um hinsegin fólk er lykilatriði til að auka umburðarlyndi, þannig stuðlum við að aukinni þekkingu og sýnileika í nærsamfélaginu og hinsegin fólk þurfi ekki að finnast vera annars flokks borgarar.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og s
taðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Miðflokkurinn er tilbúin til að skoða hve þörfin er til aukins fjármagns í samvinnu við fagaðila.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Í Miðflokknum er fólk ekki dregið í dilka. Við virðum mannréttindi, jafnrétti og lýðræði.
 
Hafnarfjörður – Bæjarlistinn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Það hefur verið mjög gefandi að verða vitni að hinseginfræðslunni sem við samþykktum í bæjarstjórn á kjörtímabilinu. Bæjarlistinn styður framhald þess starfs og ef til breytinga á því kemur þá myndum við alltaf gera það í samráði við samtökin og hinseginsamfélagið.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Hafnarfjörður hefur um árabil tekið virkan þátt í gleðigöngunni, í takt við upphafsorð einkennissöngs bæjarins "Þú hýri Hafnarfjörður". Hinseginfræðslan hefur líka aukið sýnileikann og hvatt til opinnar umræðu. Transkona var fjallkona bæjarins á 17. júní í fyrra og regnbogafáninn prýðir með varanlegum hætti vegg á áberandi stað í miðbænum. Guðlaug, oddviti Bæjarlistans, fór fyrir nefnd um endurskoðun jafnréttisstefnu bæjarins, sem nú er jafnréttis- og mannréttindastefna og tekur tillit til kyns í víðasta skilningi þess orðs. Það má alltaf gera betur og við í Bæjarlistanum erum reiðubúin til þess. Þau okkar sem hafa starfað í bæjarstjórn áður höfum stutt hinsegin málefni í hvívetna og munum gera það áfram, engin spurning.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga? 
Bæjarlistinn er fylgjandi framlögum í félagsstarf Samtakanna 78. Nýlega var samþykkt að stofna Ungmennahús í gömlu Skattstofunni í miðbæ Hafnarfjarðar. Það væri kannski ráð að ræða samstarf við Samtökin á þeim vettvangi?
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Ekki með beinum hætti, nei, en það hefði svo sannarlega verið velkomið.
 
Hafnarfjörður – Píratar
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig? 
Píratar í Hafnarfirðir eru afar ánægðir með að þetta samstarf hafi komist á og vilja halda því áfram og þróa m.t.t. fenginnar reynslu. Til viðbótar við fræðslu nýs starfsfólks væri endurmenntun æskileg fyrir þá sem starfað hafa lengur, t.d. Á 2-3 ára fresti. Þá er einnig spurning hvort fræðsla til fleiri bekkja en þess áttunda væri ekki æskileg, m.a. Í ljósi þess að alltaf er nokkuð um að krakkar flytjist milli bæjarfélaga.   
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Piratar í Hafnarfirði vilja vinna gegn öllum fordómum og margþættri mismunun og vilja styðja við alla félagsstarfssemi sem ýtir undir jafnrétti. Við alla stefnumótun viljum við hafa í huga jafnréttissjónarmið varðani kyn, kynhneigð kyntjáningu kynvitund og annað kyngervi. Við viljum að öllum kynjum verði gefið rými í opinberum byggingum s.s. Skólum og íþróttamannvirkjum.
Hafnarfjarðarbær ætti að auglýsa að laus störf henti öllu fólki eða fólki af öllum kynjum í stað þess að auglýsa að þau henti jafnt konum og körlum. Við útdeilingu styrkja úr opinberum sjóðum og fjárhagsáætlanagerð skal gæta sérstaklega að jafnrétti og huga að fjölbreytileika styrkþega. Svo má setja regnbogafána í fánaborgir bæjarins :).
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Það er athyglisvert að önnur sveitarfélög skuli ekki taka þátt í þessu góða starfi. Ungt hinsegin fólk er örugglega að finna í Garðabæ og Kópavogi svo dæmi séu nefnd og bæði sveiarfélög eru afar stolt af því hve vel rekin þau eru. Píratar í Hafnarfirði telja að fyrst skuli leitað til nágrannasveitarfélaganna um framlag áður en núverandi þátttakendur hækki sitt framlag. 
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Píratar í Hafnarfirði vinna eftir þeirri hugmyndafræði að allt fólk sé jafn verðmætt og við biðjum fólk ekki um merkimiða til að taka þátt. Á sama tíma hefur aðferðafræði okkar ekki verið að stilla fólki upp, hvorki með tilliti til kyns, frægðar eða nokkurs annars, við erum venjulegt fólk og venjulegt fólk er ólíkt. Við höldum opið prófkjör og allt fólk er velkomið í starfi Pírata, hinsegin fólk þar með talið. Við höfum skilning á því að sýnileiki hinseginfólks skipti máli og við myndum gjarnan vilja taka þátt í að halda fjölbreytni fólks á lofti án þess þó að yfirheyra fólk um samfélagslega stöðu þess. Við viljum hvetja hinsegin fólk til að taka þátt í starfinu með okkur og við munum í framtíðinni reyna að ná til fjölbreyttari hópa fólks með því að endurskoða kynningarstarf okkar almennt.
 
Hafnarfjörður – Viðreisn
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Við viljum halda áfram með samning Hafnarfjarðarbæjar og Samtakanna ’78, enda teljum við starf samtakanna mikilvægt. Sú fræðsla sem nemendur í skólum Hafnarfjarðar hafa fengið, er mikilvægur þáttur í því að undirstrika fjölbreytileikann í samfélaginu og ekki síður hvernig hægt er að koma til móts við þarfir ólíkra hópa. Viðreisn í Hafnarfirði telur rétt að efla alls kyns fræðslu um fjölbreytileikann, m.a. um hinsegin málefni.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Það væri t.d. hægt í tengslum við Gay Pride, hafa þema þar sem vakin er athygli á hinsegin listafólki og/eða þekktum listamönnum. Það er búið að mála stóran regnboga fána í hjarta Hafnarfjarðar til þess að minna fólk á fjölbreytileikann sem við höfum í bænum. Sömuleiðis væri hægt að rifja upp sögulega þekkt hinsegin fólk og vekja athygli á fjölbreytileika Hafnarfjarðar fyrr og nú.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Við erum mjög stolt af því að styðja við rekstur félagsmiðstöðvarinnar og starf Samtakanna ´78. Starfið er mikilvægt og hefur mikla þýðingu fyrir stóran hóp fólks. Ævinlega kemur til álita að endurskoða gildandi samninga og þá í takti við breytt umfang starfseminnar. Umfram allt er félagsmiðstöðin mikilvægur samastaður fyrir þann stóra hóp sem þangað sækir Viðreisn vill styðja við starfið.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Við erum með einn frambjóðanda sem við vitum af sem er hinsegin og kominn út úr skápnum. Við fögnum því mjög, enda fagnar Viðreisn fjölbreytileikanum. Þess vegna er rétt að hafa listann sem fjölbreyttastan og þannig fáum við víðari sýn á öll mál. Ekki er óhugsandi að framboðslisti Viðreisnar sé enn fjölbreyttari. Það skiptir ekki höfuðmáli heldur það að gott fólk sem hefur gott til málanna að leggja, hefur mannréttindi og umhyggju að leiðarljósi, taki ríkan þátt í starfinu. Þá má segja frá því að Hinsegin félag Viðreisnar var stofnað á Landsþingi flokksins í mars sl. og Viðreisn því vel meðvituð um mikilvægi fjölbreytileikans
 
Hafnarfjörður – Samfylkingin
 
1. Hver er afstaða ykkar framboðs til þjónustu- og fræðslusamninga þíns sveitarfélags við Samtökin ’78. Vilt þú halda þeim óbreyttum eða viltu mögulega breyta þeim, hvernig?
Samfylkingin hafði frumkvæði að því að Hafnarfjarðarbær gerði þjónustu- og fræðslusamninga við Samtökin '78. Samstarfið hefur gengið vel og við viljum halda því áfram. Við erum hins vegar opin fyrir því að endurskoða samstarfið með það að markmiði að útvíkka það enn frekar og gera það þá í samvinnu við Samtökin '78. Einnig væri hægt að hleypa Ungmennaráði Hafnarfjarðar að þeirri vinnu.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Við viljum halda því áfram að sveitarfélagið taki virkan þátt í Gleðigöngu hinsegin daga. Það væri hægt að gera enn meira úr þátttöku sveitarfélagsins og leita samstarfs við skipuleggjendur hátíðarinnar um að koma á einhverjum viðburðum í Hafnarfirði. Við viljum að allir vinnustaðir í Hafnarfirði séu hinseginvænir svo öllum geti liðið vel í vinnunni. Þetta gerum við með öflugri jafnréttis- og mannréttindastefnu. 
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð
hækka fjármagn til hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Þar sem Hafnarfjörður tekur nú þegar þátt í þessum rekstri viljum við fyrst og fremst fara þess á leit við hin sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu að þau leggi einnig sitt að mörkum.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Það eru a.m.k. tveir hinsegin einstaklingar á framboðslistanum.
 
Garðabær – Framsóknarflokkurinn
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Ekki spurning! Við í Framsókn í Garðabæ fögnum fjölbreytileikanum í allri sinni mynd og teljum mikilvægt að börn og ungmenni fái viðeigandi fræðslu um hinsegin fólk.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Til að mynda með fræðslu í skólum á vegum sveitarfélagsins og með stuðningi við félagsstörf hinsegin fólks. Við erum líka móttækileg fyrir frekari fræðslu frá ykkur um hvað hægt er að gera til að auka sýnileika hinsegin fólks í sveitarfélaginu.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Framsókn í Garðabæ styður þátttöku sveitarfélagsins í rekstri hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga á höfuðborgarsvæðinu.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Okkur er ekki kunnugt um að hinsegin manneskja/ur skipi lista hjá framboði Framsóknarfólksins í Garðabæ þannig að sýnileikinn er eflaust ekki til staðar. Að því sögðu leggjum við áherslu á að allir eru velkomnir í Framsókn í Garðabæ, til að mynda óháð kyni, kynhneigð, litarhætti eða trúarbrögðum. Allir eru velkomnir og við fögnum hverri og einni manneskju sem sýnir flokkstarfinu áhuga.
 
Garðabær – Garðabæjarlistinn
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Já, Garðabæjarlistinn er með það sem forgangsmál í stefnu sinnu um hinsegin fræðslu að gera samning við Samtökin 78 um slíka fræðslu fyrir nemendur og starfsfólk.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Með aukinn fræðslu og lifandi umræðu um réttindabaráttu og stöðu hinsegin fólks má auka sýnileikanna. Með auknu samstarfi þ.e. þjónustusamningi er hægt að vinna ýmsar góðar hugmyndir sem eykur sýnileika og styður við viðurkenningu hinsegin fólks í samfélaginu okkar. Við viljum sjá allar stofnanir sveitarfélagsins þannig að það sé áþreifanleg meðvitund um tilvist hinsegin fólks í daglegu lífi ekki bara í með ákveðnum hinsegin dögum sem væri gaman að prófa í bæjarfélaginu heldur líka í öllu viðmóti í samskiptum við einstaklinga að þar sé gert ráð fyrir fjölbreytileikanum hvort heldur sem er á heilsugæslunni, skrifstofu sveitarfélagsins, leik- eða grunnskólum.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Já, Garðabæjarlistinn vilja styðja starfsemi félagsmiðstöðvarinnar.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Já! Á Garðabæjarlistanum eru fjórir frambjóðendur sem skilgreina sig opinberlega sem hinsegin manneskjur og við erum ótrúlega stollt af sýnileika okkar.
 
Garðabær – Miðflokkurinn
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur
verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Við í Miðflokknum viljum fyrir hönd ibúa bæjarins gera samning við Samtökin ´78 um fræðslu og þjónustu. Við sjáum fyrir okkur að nýta íbúaappið tvívirkt í þessum tilgangi. Bæði verður hægt að auglýsa fyrirlestra, fundi og fræðslu Samtakanna ´78 innanbæjar sem utan. Einnig gætu íbúar óháð aldri óskað eftir upplýsingum og fengið svör við spurningum undir nafni eða nafnlaust.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Miðflokkurinn mun kappkosta og tryggja að allir íbúar bæjarins upplifi sig eins sýnilega og þeir kjósa að vera. Miðflokkurinn gerir engan greinarmun á fólki og mun ekki upphefja eina umfram aðra. Um leið fögnum öllum fjölbreytileika.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Við munum leita til íbúa bæjarins og kanna hvort þeir vilji styrkja rekstur félagsmiðstöðvar Samtakanna ´78 með fjárframlögum og vonum svo sannarlega að svo verði.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Allt fólk er jafn sýnilegt á lista framboðs Miðflokksins í Garðabæ. Þar er að finna fólk sem býr eitt, annað sem á maka af gagnstæðu kyni og enn annað sem á maka af sama kyni. Ekkert okkar er eins.
 
Garðabær – Sjálfstæðisflokkurinn 
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Í Garðabæ hefur grunnskólum bæjarins verið uppálagt að sinna fræðslu af þessum toga. Tillaga þess efnis að gera samning um slíka fræðslu við Samtökin 78 var lögð fyrir bæjarráð 2. júní 2015. Bókun fundar var eftirfarandi.  Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og samþykkir að vísa henni til umfjöllunar skólanefndar og til skoðunar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar.Erindið var takið fyrir í skólanefnd og eftirfarandi bókað Skólanefnd tekur jákvætt í erindið og felur skóladeild í samvinnu við skólastjóra nánari útfærslu. Að höfðu samráði við skólastjórnendur var sú leið farin að skólarnir hver um sig meta hvaða fræðslu þeir nýta hverju sinni og er það í samræmi við þá stefnu að tryggja sjálfstæði skóla.  Margir skólar bæjarins hafa síðan þá nýtt sér fræðslu Samtakanna 78 og því ekkert því til fyrirstöðu að skoða að nýju hvort gera skuli samning um slíka fræðslu fyrir skóla og stofnanir bæjarins.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Garðabær getur eflt fræðslu meðal barna og ungmenna til að fyrirbyggja fordóma og aukið þannig svigrúm fyrir margbreytileika. Eflt fræðslu meðal starfsfólks stofnanna bæjarins. Unnið markvisst að því í umfjöllun sinni t.d. á heimasíðu að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks. Staðið fyrir uppákomum sem beina athyglinni að málefnum og stöðu hinsegin fólks.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Sjálfstæðisflokkurinn í Garðabæ lýsir yfir áhuga á að skoða með hvaða hætti Garðabær getur komið að þessum sameiginlega rekstri.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Einn frambjóðandi á lista Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ er samkynhneigður.
 
Mosfellsbær – Vinir Mosfellsbæjar
1. Samtökin '78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna '78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Vinir Mosfellsbæjar eru tilbúnir til þess að eiga samræður við Samtökin 78 um form og tilgang samnings þegar og ef við fáum mann kjörinn í bæjarstjórn Mosfellsbæjar
 

2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?

Sama svar og í fyrstu spurningu að við eru tilbúin til þess að eiga samræður um þetta atriði.
 
3. Samtökin '78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Sama svar og í fyrri tveimur spurningum að við eru tilbúin til þess að eiga samræður um þetta atriði og þá í tenglsum við einhvers konar gagnkvæman samning þar um.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Hinsegin fólk er ekki á okkar framboðslista svo undirritaður viti til.
 
Mosfellsbær – Framsóknarflokkurinn
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Okkur finnst mjög mikilvægt að boðið sé upp á fræðslu og ráðgjöf . Við erum mjög hlynnt því að slíkur samningur væri gerður komumst við í Sveitarstjórn. 
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Við eigum ekki að þurfa að skilgreina okkur á neinn annan hátt en að vera frjálst þenkjandi og fordómalausar manneskjur. Hérna í bænum búa margar hinsegin fjölskyldur og mörg börn í skólunum sem eiga samkynhneigða foreldra. Mosfellsbær tók á dögunum á móti 10 flóttamönnum sem flýðu heimalandið sitt vegna ofsókna vegna samkynhneigðar. Hingað komu 6 fullorðnir og 4 börn einna hinna fullorðnu. Það fór fram fræðsla í skólunum um komu þeirra og þau virkilega boðin velkomin í samfélagið okkar.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Það væri hægt að hafa viðburði fyrir samkynhneigða jafnt og gagnkynhneigða unglinga í félagsmiðstöðvunum.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Við höfðum enga þörf til að ýta undir skilgreiningar þegar við vorum að stilla upp. Hverjum og einum var frjálst að skilgreina sig eins og hann vildi. En einn einstaklingur á listanum er tvíkynhneigður.
 
Mosfellsbær – Íbúahreyfingin og Píratar 
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn?
Í-listi Íbúahreyfingarinnar og Pírata telur að það sé mikilvægt að veita skólabörnum og vinnustöðum fræðslu um málefni hinsegin fólks.  Í-listinn mun því styðja að slíkur samningur verði gerður við Samtökin '78. Hafa samtökin sent bæjarráði erindi þess efnis? Minnist þess ekki. 
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu?
Mosfellsbær hefur tekið á móti hópi hinsegin flóttafólks frá Uganda. Bærinn hefur unnið aðlögunarverkefni fyrir nýju íbúana, veitt þeim félagslega aðstoð og heldur utan um hópinn í samstarfi við Rauða krossinn og Samtökin ´78. 
Í-listinn mun styðja að fræðslusamningur verði gerður við Samtökin '78 til að auka sýnileika og koma í veg fyrir fordóma.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Mosfellsbær veitir styrki til nokkurra félagasamtaka sem vinna að almannaheill utan Mosfellsbæjar. Hinsegin félagsmiðstöð Samtaka '78 verðskuldar styrki frá sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu og erum við hlynnt því að Mosfellsbær styðji starf ykkar.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Í-listinn er ekki með hinsegin fólk á lis
tanum að þessu sinni. Hins vegar er bakland beggja flokka mjög fjölbreytt og hinsegin fólk í stjórn Pírata í Mosfellsbæ.
 
Seltjarnarnes – Sjálfstæðisflokkurinn
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn? 
Á Seltjarnarnesi hefur til margra ára verið haldið úti fræðslu til handa ungmennum og starfsfóli skóla. Fræðslunni hefur stundum verið sinnt af fulltrúum samtakanna '78 og stundum af þar til bæru starfsfólki sveitarfélagsins, auk þess sem Jafningjafræðslan kemur árlega inn á mál hinsegin fólks með ungmennum í vinnuskóla Seltjarnarnesbæjar. Við sjáum fyrir okkur áframhaldandi samstarf um þessi mál.
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu? 
sbr. svar nr 1 með fræðslu.
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu vinna saman að mörgum verkefnum við leggjum til að erindi verði sent til Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og óskað eftir samstarfi SSH.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Við vorum með opið prólfkjör í febrúar sl.
 
Seltjarnarnes – Samfylkingin
1. Samtökin ’78 bjóða upp á ráðgjöf og fræðslu. Eins og staðan er í dag eru aðeins tvö sveitarfélög, Reykjavík og Hafnarfjörður, sem greiða til Samtakanna ’78 og fá þá fræðslu í sínum skólum og á vinnustöðum hjá sveitarfélögunum. Sérð þú fyrir þér að viðlíka samningur verði gerður við Samtökin hjá þínu sveitarfélagi ef þitt framboð kemst í sveitarstjórn? 
Eins og staðan er núna er öflug hinsegin fræðsla á vegum sveitafélagsins sjálfs og sjáum við ekki þörf á að breyta því fyrirkomulagi í bili. Hinsvegar myndum við vilja styrkja starfið og fá almenna ráðgjöf varðandi þessa fræðslu og svo ráðgjöf varðandi stefnumótun í málefnum hinsegin fólks í sveitafélaginu. 
 
2. Hvað getur þitt sveitarfélag gert til þess að auka sýnileika hinsegin fólks í nærsamfélaginu? 
Í öllu efni er snýr að jafnréttismálum vantar upp á að setja inn málefni hinsegin fólks. Ein nefnd bæjarins nefnist jafnréttisnefnd og hefur eins og staðan er fyrst og fremst hlutverk að gæta að jafnrétti kynjanna. Við myndum vilja breyta henni í mannréttindanefnd til að ná enn frekar utan um alla hópa sem þarf að gæta jafnræðis gagnvart. Ekki síst hinsegin fólks. I stefnum og samþykktum bæjarins vantar mikið upp á að tekið sé fram að virt séu réttindi hinsegin fólks. Einnig mætti vinna betri áætlun um hvernig sýnileiki sé aukinn í skóla og íþróttafélagi bæjarins. Þetta myndum við vilja vinna að í bænum okkar. 
 
3. Samtökin ’78 reka hinsegin félagsmiðstöð í samvinnu við Reykjavíkurborg. Eins og staðan er í dag þá hefur félagsmiðstöðin verið rekin á framlögum aðeins tveggja sveitarfélaga, Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Vill þitt framboð leggja til fjármagn til að tryggja rekstur hinsegin félagsmiðstöðvar fyrir unglinga?
Starf Hinsegin félagsmiðstöðvarinnar er ungt starf en byggir á sterkri hugmynd. Við værum til í að fá kynningu á starfseminni og hvernig hún hefur farið í stað sem allra fyrst. Varðandi rekstur þá teljum við að sveitarfélögin á Höfuðborgarsvæðinu ættu öll að styðja þetta mikilvæga starf enda gott að hafa þessa miðlægu miðstöð til stuðnings við aðrar félagsmiðstöðvar sveitarfélagana.
 
4. Er hinsegin fólk sýnilegt á framboðslista þíns framboðs?
Nei því miður er enginn opinberlega hinsegin á okkar lista
 

4,812 Comments

Skrifaðu athugasemd