Þorláksmessukósýheit

By 20. desember, 2012Fréttir

 ÞORLÁKSMESSUKÓSÝ

Samtökin ´78 ætla að vera með opið í Regnbogasalnum á Þorláksmessukvöld frá kl 20:00 – 23:00.

Heitt súkkulaði, piparkökur, eitthvað kælt og slakandi í kælinum, jólatónlistin á fóninum og kósýheitin svífandi yfir vötnum! Tilvalið að stinga sér aðeins inn á Laugavegsröltinu og drekka í sig hinsegin jólagleði.

Kl:21:30 mun svo okkar yndislegi Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson mæta með gítarinn og færa okkur aðeins nær hinum sanna jólaanda með sinni fögru rödd.

Sjáumst í jólaskapi á Þorláksmessu!

 

Skrifaðu athugasemd