Ég er 16 ára. Hvar get ég hitt jafnaldra mína?

By 22. febrúar, 2009Uncategorized

Ungliðahreyfing Samtakanna '78 er vettvangur fyrir hinsegin ungmennum á aldrinum 14–20 ára.  Tilgangur hópsins er að skapa og styrkja félagsleg tengsl milli þeirra. Hópurinn hittist vikulega, hvert sunnudagskvöld og gerir eitt og annað skemmtilegt saman.

Andrúmsloftið er mjög svipað og í venjulegum félagsmiðstöðvum eða nemendafélögum. Fundirnir byrja klukkan 19.30 og fara fram félagsmiðstöð Samtakanna '78 að Suðurgötu 3. Hafðu samband í síma 552 7878 ef þú vilt vita meira eða með því að senda ungliðahópnum tölvupóst á netfangið unglidar@samtokin78.is. Einnig er Ungliahreyfingin með Facebook síðu þar sem hægt er að fylgjast með því sem er á döfinni.

5,669 Comments

Skrifaðu athugasemd