13. stjórnarfundur S78 3. október 2012

By 17. október, 2012mars 6th, 2020Fundargerðir, Stjórn

Mættir: Stjórnarmennirnir Guðmundur Helgason (Mummi), Svavar Gunnar Jónsson, Ragnheiður Ásta Þorvarðardóttir, Sigurður Júlíus Guðmundsson (Siggi), Gunnlaugur Bragi Björnsson, Fríða Agnarsdóttir og Árni Grétar Jóhannsson framkvæmdastjóri. Hafþór Loki Theodórsson boðaði forföll.

Fundur settur 19:34

  1. Fundargerð síðasta fundar borin til samþykktar 
    Samþykkt með örlítilli orðalagsbreytingu.
  2. Ráðning fræðslufulltrúa – næstu skref
    6 umsóknir komu en það á eftir að fara yfir hvort allir umsækendur uppfylli þau skilyrði sem óskað er eftir. Eftir það verður ákveðið hverjir verða boðaðir í viðtal. Árni Grétar og Mummi  sjá um það og ætla að tala við Önnu Maríu til að vera með þeim í þessu.
  3. Helgimynd ÁST- trúarhópsins 
    Búið að gera samkomulag sem skrifað verður svo undir við afhendingu hennar til Guðríðarkirkju. Mummi fer með hana þangað og Grétar Einars skrifar undir fyrir hönd ÁST – trúarhópsins.
  4. Trúnaðarráðsfundur að hausti
    Ekki búið að ákveða dagsetningu. Tillaga að dagsetningu er 20.okt. 
    Árni Grétar ætlar að kanna með aðstöðu og hluti fyrir austan þ.e. á Selfossi. Hann ætlar að tala við vinkonu sína til að sjá um smá hópeflis prógram og svo reyna jafnvel að fá mömmu sína til að gefa okkur góðan díl á hádegismat. Þarf einnig að kanna með rútu. Ekki hægt að gera ráð fyrir að allir geti komið á bíl. 
    Hugmynd um að fyrri hlutinn yrði málefnalegur og massív vinna en svo seinni hlutinn á hópeflis nótum. 
    Ef Selfoss klikkar þá ætlar Fríða líka að kanna með bústað fjölskyldunnar. Annars verðum við bara í Regnbogasalnum.
  5. Annað rapport vegna húsnæðismála & þarfagreiningarnefndar
    Bókasafnshópurinn var eini hópurinn sem skilaði formlegri greinagerð um þarfir og nýtingu. 
    Kórinn er með óformlega greiningu þ.e. bara í gegnum stjórnarmeðlimi. 
    Trúarhópurinn hefur lengi talað um að aðgengi fyrir fatlaða sé megin ástæða þess að þau hættu að nýta sér aðstöðuna en ekkert komið formlega frá þeim. 
    Fenginn var smiður til að meta gróflega skemmdir og ástand eignarinnar. Hann taldi að mestur ef ekki allur kostnaður á viðhaldi á gluggum og þar sem lekinn er og skemmdir út frá því eins og svölum á hæðinni fyrir ofan myndi falla á húsfélagið í heild s.s. greiðist eftir eignarhluta. Mestar skemmdir eru inni í langa herberginu (fundarherbergi) og í öðrum bókasafnsglugganum. Við ættum að geta gert kröfu um að farið verði í lagfæringu á lekaskemmdum. 
    Árni Grétar fer í að óska eftir húsfundi. Mummi, Árni og Gulli myndu vera okkar fulltrúar á slíkum fundi. 
    Beðið eftir verðmati á fasteign frá fasteignasala, kemur vonandi fyrir helgi.
  6. World Out Games 2017 
    Heilmiklar umræður um það hvernig staðið var að þessari umsókn þó auðvitað séum við öll að vilja gerð við að aðstoða og vera með Reykjavíkurborg í þessu. En borgin þarf að passa sig á vera í miklu betra sambandi við hinsegin samfélagið. Það var haft samband við Mumma um þetta en það var samt frekar skringilega staðið að þessu. 
    Við viljum senda smá ályktun til borgarinnar eða vinsamlega ábendingu um að við viljum vera í góðri samvinnu við þau og auðvitað fá að vera með í öllu ferlinu sem og þurfi að vera í góðu sambandi við íþróttafélagið Styrmi .
  7. Önnur mál
  • Neyðarkall frá Frakklandi. Sophie hjá ILGA Europe óskar eftir stuðningi frá þeim löndum sem hafa þann rétt að leyfa lesbískum pörum tæknifrjóvganir til að þrýsta á frönsk stjórnvöld til að leyfa það einnig. Samþykkt einróma.
  • Úkraína: ILGA Europe hefur sent út greinagerð og er Hilmar að þýða hana og taka saman. Stjórn samþykkir að alþjóðanefndin taki þetta í sínar hendur og vinni hratt og örugglega í þessu.
  • Sigga Beinteins er byrjuð að auglýsa jólatónleikana sína og um að gera að hafa samband strax og vita hvort hún sé til í að gefa miða á þá í jólabingóið okkar. Var öll að vilja gerð í fyrra en við spurðum hana bara of seint og allir miðar búnir. Mummi fer í málið. 
  • Þurfum að setja af stað bingó nefnd. Gulli, Ragga og Árni Grétar taka aðal þungann á þessu. Það verður að gera fólki grein fyrir að ef það lofar sig í vinnu verður það að standa við gefin loforð. Eins gott að byrja á þessu bara sem fyrst og safna vinningum sem og fólki til að aðstoða við undirbúning og skipulag.
  • Farið var yfir slökkvitækin í húsinu, tvö af þremur  eru að falla á tíma en ættum að geta notað þau í eitt til tvö ár til viðbótar. Frestum því að kaupa ný þar til nauðsynlegt er að gera slíkt.
  • Erika Pike rithöfundur er orðin mjög virk hjá okkur og hefur tekið eftir að bókakostur okkar er orðinn frekar úreltur. Hún fór á ráðstefnu erlendis um hommabókmenntir og fékk höfunda þar til að gefa okkur bækur. Þeir sem ekki gátu gefið henni bók á staðnum hafa verið að senda okkur í pósti.  Við fögnum þessu framtaki hennar.
  • RIFF hefur ekki svarað varðandi miða fyrir þingmenn.
  • Óskað hefur verið eftir fræðslu í 6. og 7. bekk. Í fyrra fór Sigga Birna í slíka fræðslu en ekki er sniðugt að senda ungliðana í þannig fræðslur. Árni ætlar að tala við Siggu Birnu og vita hvort hún sé til í að taka þessa fræðslu að sér aftur en svo vonumst við til þess að tilvonandi fræðslufulltrúi muni geta séð um þessa fræðslu í framtíðinni.  
  • Flóamarkaður gekk bara vel, en ef þetta verður gert aftur þá er líklega skemmtilegra að hafa þetta í júlí, ágúst eða amk að sumri til.
  • Miðað alla þá vinnu og allan þann kostnað  sem fór í Hinsegin daga söluna þá virðist þetta ekki vera að standa undir sér. Þurfum að skoða þetta vel og útfærsluna á þessu ef við gerum þetta aftur.
  • Vinkona Gulla í USA hefur sýnt þáttunum á MBL mikinn áhuga og nefnt við hann hvort ekki væri hægt að nýta sér þá í fræðslu eða amk sem smá innskot í fræðsluna okkar. Spurning um að fá leyfi hjá MBL sjónvarp til að setja link inn á okkar síðu af þessum  þáttum.
  • Geðhjúkrunarfræðingur á Landspítalanum sem vinnur hjá áfallamiðstöðinni hefur talað um að samkvæmt rannsóknum segja tölur að heimilisofbeldi er ekki til í hinsegin samböndum.  Þetta er mjög áhugaverð fullyrðing sem við eigum erfitt með að trúa. Eigum við að taka þetta eitthvað fyrir hjá okkur? Hugmynd um að taka þetta upp sem fræðslufund á fimmtudagskvöldi.
  • Félagsfundur? Samkvæmt öllu ætti hann að vera í nóvember. 

Fundi slitið 21:49
Næsti fundur 17.október kl. 19:15
Fundarritari: Fríða Agnars 
 

463 Comments

Skrifaðu athugasemd