Tónleikar í Regnbogasalnum – Páll Óskar og Monika

By 12. mars, 2002Fréttir

Tilkynningar Til styrktar Hinsegin dögum 2002 í Reykjavík

Páll Óskar og Monika Abendroth efna til tónleika í Regnbogasal Samtakanna ´78, fimmtudagskvöldið 4. apríl kl. 22.

Á dagskrá eru meðal annars lög af diskinum Ef ég sofna ekki í nótt sem kom út fyrir síðustu jól – svo og ótal margt annað gullfallegt úr barka og hörpu þeirra Palla og Moniku.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega kl. 22 og standa í hálftíma.

Reykingar er ekki leyfðar í Regnbogasalnum þetta kvöld þar sem hvorki söngvarinn né harpan halda stillingu – the perfect pitch – í reykjarkófi og svælu.

Aðgangur er ókeypis en tekið er við samskotum til styrktar Hinsegin dögum.

5,991 Comments

Skrifaðu athugasemd